Hommabloggið...

Why is it difficult to find men who are sensitive, caring and good-looking? They already have boyfriends.

28.12.03

Fá samkynhneigðir að ættleiða börn í Belgíu?Aðeins sex mánuðum eftir að fyrsta gifting samkynhneigðra fór fram í Belgíu eru stjórnvöld landsins byrjuð að undirbúa lögleiðingu ættleiðinga samkynhneigðra para.

Frjálslyndi Flokkurinn, flokkur Guy Verhofstadts forsætisráðherra belgíu, hefur tilkynnt að hann hyggist leggja fram frumvarp til afnáms laga sem hindra ættleiðingar samkynhneigðra.

Í tilkynningunni segir flokkurinn að rannsóknir og reynsla sýni að börn þeirra sem vaxið hafa úr grasi hjá sam- eða tvíkynhneigðum foreldrum skaðist ekki af slíkur uppeldi.

Allar líkur eru taldar á því að frumvarp þetta nái fram að ganga.

Heimild: 365gay.com

13.10.03

Slúður dagsins
-í boði GayWired


Ewan McGregor ritskoðaður?
Í nýjustu mynd McGregors, "Young Adam", mun hann koma fram kviknakinn og meðal annars smyrja sinnepi og tómatssósu yfir mótleikkonu sína. Því miður fyrir bandaríska kvikmyndagesti eru þó nokkrar líkur á því að atriði þau sem sýna McGregir nakinn verðu klippt út eða í það minnsta stytt. Guði sé lof fyrir að búa í Evrópu!

Hýr Hobbiti?
Svo virðist sem uppáhalds hobbitinn okkar, Elijah Wood, hafi verið frekar villtur nýlega við opnun skemmtistaðar í Hollywood. Eins og gengur og gerist er mikið um áfengi og daður á slíkum stundum en vakti það mikla athygli að Wood dansaði frekar náið við einn karlkyns vin sinn á staðnum.
Svo virðist sem hobbitar geti snúist í báðar áttir.

2.4.03

49% svarenda hafa sofið hjá 10 aðilum eða færri


Spurt var:
Hvað hefur þú sofið hjá mörgum hingað til?

83 tóku þátt í könnuninni

11% hafa ekki sofið hjá neinum enn
5% hafa sofið hjá einum aðila
16% hafa sofið hjá fleiri en einum en færri en fimm
17% hafa sofið hjá 6-10
19% hafa sofið hjá 11-15
5% hafa sofið hjá 16-20
10% hafa sofið hjá 21-50
10% hafa sofið hjá fleirum en 50
7% muna ekki hvað þeir hafa sofið hjá mörgum26.3.03

Hommar hugsa eins og konur


Í nýrri könnun sem gerð var í Bretlandi kemur fram að heilar samkynhneigðra karlmanna virka líkt og heilar gagnkynhneigðra kvenna og að lesbíur að sama skapi hugsa eins og gagnkynhneigðir karlmenn.

Vísindamenn gátu sýnt fram á að hommar sköruðu fram úr í prófum sem konur koma jafnan betur út í en stóðu sig verr þegar kom að því að leysa þrautir sem helst eru kenndar við karlmannsverk.

Vísindamennirnir sem unnu að rannsókninni vilja meina að mismunandi magn karlhormónsins testosterón spili stóra rullu í þessu öllu saman áður en börn fæðast. Þeir gefa líka í skyn að þessi uppgötvun skýri betur af hverju sumir kvillar sem helst herja á konur, s.s. kvíði, þunglyndi og átröskun, herja líka á homma í stórum stíl en ekki eins mikið á gagnkynhneigða karlmenn.

Vísindamennirnir telja niðurstöður sínar renni styrkari stoðum undir þá kenningu að samkynhneigð sé eðlilegt líffræðilegt tilfelli frekar en erfðafræðileg eða líffræðileg mistök náttúrunnar.
Leitað að hommum í tælenska hernum


Tælenskir hommar og klæðskiptingar eiga að fá undanþágu frá herskyldu í tælenska hernum. Ástæðan er auðvitað sú að talin er hætta á að þeir grafi undan starfsemi hersins. Hingað til hafa hommar fengið að ganga í herinn en hafa víst átt erfitt með að aðlaga sig að herlífi og eru oftar en ekki reknir. Það sem kemur þó skemmtilegast á óvart við þessa frétt frá Tælandi er að nú á sko að finna alla hommana og henda þeim út skipulega. Þess vegna þurfa allir hermennirnir að gangast undir læknisskoðun svo hægt sé að finna þá....

.... ætli þeim verði sýndar myndir af nöktum karlmönnum og viðbrögðin skoðuð?